Tvö vilja varaformannsætið 8. september 2005 00:01 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa bæði tilkynnt að þau bjóði sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að frambjóðendum í varaformannsembættið eigi enn eftir að fjölga og í þeim efnum er einkum talað um Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Bjarna Benediktsson, þingmann og formann allsherjarnefndar. Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum eftir að Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálunum. "Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju," segir Þorgerður. Kristján Þór segist ekki vera í framboði sem landsbyggðarmaður heldur fyrst og fremst sem sjálfstæðismaður inn að beini með hag allra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvenna að leiðarljósi. "Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar meti störf mín, þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum þegar þeir gera upp hug sinn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að móta innra starf flokksins og stýra honum til nýrra sigra á komandi árum," segir Kristján Þór. Árni M. Mathiesen sagðist í gærkvöld ekki hafa gert upp hug sinn enda hafi hann ekki haft tíma til að hugleiða hugsanlegt framboð vegna anna í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Einungis þrettán einstaklingar hafa gegnt embættum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í 76 ára sögu flokksins. Engin kona er þar á meðal og enginn landsbyggðarmaður sem hægt er að skilgreina sem slíkan með tilliti til búsetu á þeim tíma sem viðkomandi var kosinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa bæði tilkynnt að þau bjóði sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hugsanlegt að frambjóðendum í varaformannsembættið eigi enn eftir að fjölga og í þeim efnum er einkum talað um Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármálaráðherra, og Bjarna Benediktsson, þingmann og formann allsherjarnefndar. Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum eftir að Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálunum. "Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju," segir Þorgerður. Kristján Þór segist ekki vera í framboði sem landsbyggðarmaður heldur fyrst og fremst sem sjálfstæðismaður inn að beini með hag allra sjálfstæðismanna og sjálfstæðiskvenna að leiðarljósi. "Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar meti störf mín, þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum þegar þeir gera upp hug sinn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að móta innra starf flokksins og stýra honum til nýrra sigra á komandi árum," segir Kristján Þór. Árni M. Mathiesen sagðist í gærkvöld ekki hafa gert upp hug sinn enda hafi hann ekki haft tíma til að hugleiða hugsanlegt framboð vegna anna í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Einungis þrettán einstaklingar hafa gegnt embættum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í 76 ára sögu flokksins. Engin kona er þar á meðal og enginn landsbyggðarmaður sem hægt er að skilgreina sem slíkan með tilliti til búsetu á þeim tíma sem viðkomandi var kosinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira