Innlent

Sviðsetti morð

Stúlka sem var í netsambandi við pilt gerði honum og lögreglunni í Reykjavík grikk í fyrrkvöld. Þau voru í sambandi á netinu með myndavél svo þau sáu hvort annað á tölvuskjánum. Stúlkan gerði sér síðan lítið fyrir og ataði sig gerviblóði og lá á gólfinu svo pilturinn sá óhugnaðinn á skjánum hjá sér. Brá honum svo við að hann hringdi í lögregluna sem fór þá þegar að heimili stúlkunar en fann hana þar við góða heilsu í gerviblóði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×