Púlað fyrir málstaðinn 6. september 2005 00:01 Kjartan Jakob Hauksson lauk um síðustu helgi einni viðamestu áheitaferð sem lagt hefur verið upp í hér á landi en hún hófst síðsumars 2003. Þá lagði hann af stað frá Reykjavíkurhöfn á bát sínum Rödd hjartans með það fyrir augum að róa umhverfis landið og safna áheitum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar. Báturinn reyndist hinsvegar óhentugur til verksins og fyrri áfanga ferðarinnar lauk með skipsbroti við Rekavík í Ísafjarðardjúpi.Þann 5. júni í sumar hófst hann handa öðru sinni og lagði þá af stað frá Bolungarvík á bátnum Frelsinu sem er mun léttari en fyrri báturinn. Kjartan skilaði sér svo í Reykjavíkurhöfn á laugardaginn var eftir að hafa lagt 2300 kílómetra að baki. Þegar hann kom í höfn höfðu safnast rétt um þrjár og hálfa milljón króna. Skömmu eftir komuna tóku góðgerðarmenn við sér og er upphæðin komin í rúmar sjö milljónir. Gönguferð sem ekki er metin til fjár Þann 20. júní lögðu göngugarparnir Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson upp í göngu hringinn um landið. Guðbrandur er nær blindur og Bjarki hreyfihamlaður og því átti kjörorð göngunar vel við: "Haltur leiðir blindan." Það var ráðgjafamiðstöðin Sjónarhóll sem hafði umsjón með göngunni. Þetta var ekki áheitaganga en hver var þá ávinningurinn? Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, segir að takmarkið hafi verið að kynna málefni barna með sérþarfir fyrir þjóðinni og það hafi svo sannarlega tekist. "Á meðan á göngunni stóð birtust vel á annað hundruð fréttir, greinar og viðtöl tengt málefninu og þar sem Sjónarhóll tók virkan þátt í skipulagningunni um land allt efldu samtökin tenglsanet sitt til mikilla muna svo ávinningurinn var verulegur þó ekki sé hann talinn til fjár." Allt fyrir áheitinEggert Skúlason hjólaði hringveginn og safnaði fé fyrir Hjartaheill og fékk með sér góða förunauta. Eiður Smári Guðjohnsen lagði af stað með honum en snéri skokkandi til baka frá Litlu kaffisstofunni. Þessi ferð vakti mikla athygli og eftir ferðina höfðu safnast rúmar sex milljónir króna. Jón Eggert Guðmundsson ákvað að nota sumarfrí sitt frá Reiknisstofu bankanna í að ganga strandvegi landsins hringinn á enda. Um miðjan júní lagði hann í þá áheitagöngu og bauð Krabbameinsfélaginu að njóta afrakstursins. Hann fór eftir suðurströndinni og náði að komast til Egilsstaða en þá var sumarfríinu lokið. Hann ætlar að reyna að ljúka hringnum næsta sumar en ef hann þræðir strandvegi Vestfjarða á leið sinni til Reykjavíkur frá Egilsstöðum verður ferðinn orðinn rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng þegar yfir lýkur. Að sögn Sigurðar Gunnlaugssonar, sviðsstjóri markaðs- og fjáröflunarsviðs Krabbameinsfélagsins, hafa tæpar tvöhundruð þúsund krónur safnast en hann segir að félagið vonist til að söfnunin taki betur við sér þegar sér fyrir endan á ferð Jóns Eggerts. Allt fyrir athyglinaLeifur Leifsson stóðst þá þraut sem í fljótu bragði virðist óvinnanleg en hann fór upp á Esjuna á hjólastól en að sjálfsögðu með hjálp góðra manna. Hann hefur líka ögrandi kjörorð til að standa undir: "Örykinn ósigrandi." Að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, var þar ekki um áheitasöfnun að ræða heldur verið að vekja athygli á því að flestir vegir eru örykjum færir ef vilji er fyrir hendi í þjóðfélaginu. Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Kjartan Jakob Hauksson lauk um síðustu helgi einni viðamestu áheitaferð sem lagt hefur verið upp í hér á landi en hún hófst síðsumars 2003. Þá lagði hann af stað frá Reykjavíkurhöfn á bát sínum Rödd hjartans með það fyrir augum að róa umhverfis landið og safna áheitum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar. Báturinn reyndist hinsvegar óhentugur til verksins og fyrri áfanga ferðarinnar lauk með skipsbroti við Rekavík í Ísafjarðardjúpi.Þann 5. júni í sumar hófst hann handa öðru sinni og lagði þá af stað frá Bolungarvík á bátnum Frelsinu sem er mun léttari en fyrri báturinn. Kjartan skilaði sér svo í Reykjavíkurhöfn á laugardaginn var eftir að hafa lagt 2300 kílómetra að baki. Þegar hann kom í höfn höfðu safnast rétt um þrjár og hálfa milljón króna. Skömmu eftir komuna tóku góðgerðarmenn við sér og er upphæðin komin í rúmar sjö milljónir. Gönguferð sem ekki er metin til fjár Þann 20. júní lögðu göngugarparnir Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson upp í göngu hringinn um landið. Guðbrandur er nær blindur og Bjarki hreyfihamlaður og því átti kjörorð göngunar vel við: "Haltur leiðir blindan." Það var ráðgjafamiðstöðin Sjónarhóll sem hafði umsjón með göngunni. Þetta var ekki áheitaganga en hver var þá ávinningurinn? Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, segir að takmarkið hafi verið að kynna málefni barna með sérþarfir fyrir þjóðinni og það hafi svo sannarlega tekist. "Á meðan á göngunni stóð birtust vel á annað hundruð fréttir, greinar og viðtöl tengt málefninu og þar sem Sjónarhóll tók virkan þátt í skipulagningunni um land allt efldu samtökin tenglsanet sitt til mikilla muna svo ávinningurinn var verulegur þó ekki sé hann talinn til fjár." Allt fyrir áheitinEggert Skúlason hjólaði hringveginn og safnaði fé fyrir Hjartaheill og fékk með sér góða förunauta. Eiður Smári Guðjohnsen lagði af stað með honum en snéri skokkandi til baka frá Litlu kaffisstofunni. Þessi ferð vakti mikla athygli og eftir ferðina höfðu safnast rúmar sex milljónir króna. Jón Eggert Guðmundsson ákvað að nota sumarfrí sitt frá Reiknisstofu bankanna í að ganga strandvegi landsins hringinn á enda. Um miðjan júní lagði hann í þá áheitagöngu og bauð Krabbameinsfélaginu að njóta afrakstursins. Hann fór eftir suðurströndinni og náði að komast til Egilsstaða en þá var sumarfríinu lokið. Hann ætlar að reyna að ljúka hringnum næsta sumar en ef hann þræðir strandvegi Vestfjarða á leið sinni til Reykjavíkur frá Egilsstöðum verður ferðinn orðinn rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng þegar yfir lýkur. Að sögn Sigurðar Gunnlaugssonar, sviðsstjóri markaðs- og fjáröflunarsviðs Krabbameinsfélagsins, hafa tæpar tvöhundruð þúsund krónur safnast en hann segir að félagið vonist til að söfnunin taki betur við sér þegar sér fyrir endan á ferð Jóns Eggerts. Allt fyrir athyglinaLeifur Leifsson stóðst þá þraut sem í fljótu bragði virðist óvinnanleg en hann fór upp á Esjuna á hjólastól en að sjálfsögðu með hjálp góðra manna. Hann hefur líka ögrandi kjörorð til að standa undir: "Örykinn ósigrandi." Að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, var þar ekki um áheitasöfnun að ræða heldur verið að vekja athygli á því að flestir vegir eru örykjum færir ef vilji er fyrir hendi í þjóðfélaginu.
Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira