Innlent

Vantar 100 starfsmenn á Höfn

Um hundrað starfsmenn vantar til starfa hjá fyrirtækjum á Höfn í Hornafirði, samkvæmt útreikningi vefmiðilsins Hornafjordur.is. Þorkell Kolbeins, varaformaður stéttarfélagsins Vökuls, segir að aðeins örfáir séu á atvinnuleysisskrám, um tíu menn, sem sé innan við eitt prósent af vinnuafli í Hornafjarðarbæ: "Það fólk leitar að hlutastörfum eða getur ekki unnið hvaða störf sem er," segir Þorkell. "Núna, eins og venjulega á þessum tíma, vantar í sláturhúsið. Einnig vantar í fiskvinnslu, vélsmiðju og á bílaverkstæði. Sjómenn vantar og starfsmenn á bensínstöðvar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×