Innlent

Portúgalir fá launin leiðrétt

Portúgalskur starfsmaður fyrirtækis á Akranesi fékk í gær laun sín leiðrétt fjóra mánuð aftur í tímann. Upphæðin nam 94.100 krónum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir forsvarsmenn fyrirtækisins, sem greiddi Portúgalanum auk tveggja samlanda hans 755 krónur í jafnaðarlaun á tímann, hafa talið sig greiða samkvæmt kjarasamningum. Þeir hafi því leiðrétt launin þegar annað kom á daginn. Vilhjálmur segir mennina hafa unnið allt að 306 klukkustundir á mánuði. Þeir hefðu átt að vera með um 840 krónur fyrir klukkustundina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×