Innlent

Sjávarútvegssýningin fer stækkandi

36 lönd sýna framleiðslu sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem verður opnuð í Smáranum á morgun. Allt sýningarpláss seldist upp. Íslenska sjávarútvegssýningin fer stöðugt stækkandi og er með þeim stærstu sem haldnar eru á þessu sviði, í heiminum. Sýningin er fyrst og fyrst ætluð framleiðendum og fagaðilum og þeir koma víða að úr heiminum. Íslensku þáttakendurnir eru 276 talsins en þeir erlendu eru 497 frá þrjátíu og fimm löndum. Margir erlendu gestanna koma langt að, svo sem frá Malasíu, Singapore, Kína og Kanada. Sýningarsvæðið er samtals þrettán þúsund fermetrar, bæði úti og inni. Úti verða sýndir stærri gripir, eins og til dæmis bátar frá hinum ýmsu framleiðendum hér á landi. Íslenskir bátasmiðir hafa gott orð á sér erlendis, og ágætlega gengur að selja íslenska báta til útlanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×