Innlent

Róbótar svar við lágum launum

Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum verið að flytja framleiðslu sína í stórum stíl til Asíu og annarra heimshluta þar sem laun eru margfallt lægri en í iðnríkjunum. Vesturlönd eiga fá svör við við lágum launum en Marel hyggst nú útvega svör, allavega í matvælaiðnaði. Hörður Arnarson, forstjóri Marels segir að fyrirtækið standi nú á tímamótum í þróun og framleiðslu hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað. Verið er að þróa róbóta sem geta pakkað kjöt- og fiskafurðum án þess að mannshöndin komi þar nærri. Hörður er ekki í vafa um að það muni bæta samkeppnisaðstöðu fyrirtækja á Vesturlöndum. Liður í því að keppa við láglaunasvæði sé að tæknivæðast. Þetta hjálpi mönnum að fækka störfum en skapi um leið áhugverð þekkingarstörf ásamt því að bæt nýtingu og afurðaskiptingu semn sé einnig mjög mikilvægt. Marel hefur auðvitað áratugareynslu af þróun hátæknibúnaðar og margt úr þeirri þróun nýtist í hinu nýja verkefni. Hörður telur því ekki of djarft að gera ráð fyrir að róbótarnir verði tilbúnir til fjöldaframleiðslu eftir tvö eða þrjú ár. Marel er nú með starfsemi í þrettán löndum og umboðsmenn að auki í yfir fimmtíu löndum, enda eru níutíu og níu prósent af framleiðslu fyrirtækisins seld erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×