Innlent

Stöðugleika og öryggi vantar

Að sögn Ólafar Helgu Pálmadóttur, leikskólastjóra á Hálsaborg, er ástandið misalvarlegt eftir skólum. "Það sem er sameiginlegt er hins vegar það að hvergi eru leikskólakennarar að sækja um, heldur einungis ófaglærðir og fólk með aðra menntun," segir hún. "Fólk með aðra menntun missir þó iðulega áhugann á starfinu um leið og það heyrir hver launin eru," segir hún. Leikskólastjórar í hverfinu standa frammi fyrir því að þurfa margir að skerða þjónustu síðari hluta dags vegna manneklu, en tugi starfsmanna vantar í skólana í hverfunum. Á sumum leikskólum er ástandið svo alvarlegt að senda þarf börn heim dag og dag og loka deildum á víxl. "Þótt ástandið sé ágætt í sumum skólum vantar alls staðar stöðugleikann og öryggið," segir Ólöf Helga. "Það er spurning hversu lengi hægt er að leggja þetta á starfsfólk og hversu mikið úthaldið er, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem starfsmannaekla kemur upp í leikskólum þótt ástandið nú sé óvenjuslæmt miðað við undanfarin ár," segir hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×