Innlent

Eimskip með lægsta tilboð

Í dag voru voru opnuð tilboð í rekstur Herjólfs til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þrjú tilboð bárust og var Eimskip með lægsta tilboðið, sem er langt undir kostnaðaráætlun en þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. Aðrir sem buðu í voru Samskip og Atlas. Tilboð Eimskips hljóðaði upp á 921,775 milljónir fyrir 3350 ferðir á fimm árum. Verð á ferð er 275,156. Samskip, núverandi rekstraraðili buðu 963 milljónir til fimm ára. Sem gerir 287,656 á ferð. Atlas bauð 1554,400 milljónir sem gerir 464 þúsund á ferð. Kostnaðaráætlun var rétt undir tilboði Atlas. Þess má geta að árið 2004 fengu Samskip greiddar 375,880 fyrir hverja ferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×