Innlent

Réttarhöldum frestað

Réttarhöldum yfir karli og konu sem eru ákærð fyrir að hafa myrt Gísla Þorkelsson í bænum Boksburg í Suður-Afríku í júní síðastliðnum, var í gær frestað þar til í næstu viku. Karlinn og konan, sem eru 28 ára og 43ja ára, óskuðu eftir því að réttarhöldunum yrði frestað. Dómstóll í Boksburg féllst á þá kröfu og var ákveðið að fresta réttarhöldunum til 13. september næstkomandi. Hin ákærðu kröfðust þess að fá frekari lögfræðiaðstoð vegna málsins, en konan játaði við yfirheyrslur í sumar að hafa orðið Gísla Þorkelssyni að bana. Ekki var gerð krafa um lausn gegn tryggingu og eru þau áfram í gæsluvarðhaldi. Lík Gísla fannst steypt í tunnu í Boksburg í júlí síðastliðnum og leiddi krufning í ljós að hann hefði verið skotinn í höfuðið af stuttu færi. Gísli stundaði viðskipti í Suður-Afríku og hafði búið þar í rúman áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×