Innlent

Álversstækkun hitamál í Firðinum

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í gærkvöldi um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fjallaði meira um pólitíska afstöðu en skipulagsmál. Fjölmenni sótti fundinn í Hafnarborg þar sem pundað var á forsvarsmenn álversins um aukna umhverfis- og sjónmengun frá stækkuðu álveri, nálægðina við nýja byggð í Hafnarfirði og efasemdir þeirra um hugsanlega íbúakosningu um stækkunaráformin. Ljóst er að hugmyndir um stækkun álversins eru hitamál í bænum. Að sögn bæjaryfirvalda eru forsendur fyrir stækkuninni annars vegar bestu fáanlegu mengunarvarnir og hins vegar samþykkt deiliskipulagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×