Innlent

Karlý Jóna fundin heil á húfi

Íslenska konan, Karlý Jóna Kristjónsdóttir Legere, sem saknað var eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir Bandaríkin, er komin í leitirnar, heil á húfi. Samkvæmt Morgunblaðinu í dag hafði íslenskur maður, sem býr í Mississippi, upp á henni, en ekkert hafði spurt til hennar í marga daga. Sami maður hafði ennfremur upp á annarri íslenskri konu, Lilju Ólafsdóttur Hanch, í fyrradag, en ekkert var vitað um afdrif hennar eftir hamfarirnar. Sextíu og sjö ára íslenskrar konu er enn saknað, sem hefur verið búsett í New Orleans undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×