Vilja ekki unglingafangelsi 5. september 2005 00:01 Ungur piltur sem ásamt fjórum öðrum rændi starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, hefur komið við sögu fjölda afbrotamála. Einungis fimmtán ára sat hann í gæsluvarðhaldi í fjörutíu daga. Þá var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum fyrir sextán ára afmælið sitt í mars. Pilturinn sem er úr Kópavogi hóf feril sinn á Litla Hrauni fimmtán ára eða fyrsta nóvember í fyrra. Þá sat hann í svokölluðu síbrotagæsluvarðhaldi, í alls fjörutíu daga eða til tíunda desember. Hann fékk í kjölfarið fimm mánaða fangelsisdóm þar af einn mánuð skilorðsbundinn en það hafði hann þegar setið af sér í varðhaldinu. Þann ellefta mars var hann aftur handtekinn og þá úrskurðaður í svokallað rannsóknargæsluvarðhald í fjóra daga. 21. júlí var hann úrskurðaður í sextán vikna gæsluvarðhald. Í framhaldinu fékk hann sextán mánaða fangelsisdóm, þar af voru þrettán skilorðsbundnir. Hann gekk hinsvegar laus þar sem áfrýjunarfrestur í máli hans var fjórar vikur. Hann var svo handtekinn á föstudag fyrir mannrán eins og áður sagði og situr nú í viku gæsluvarðhaldi. Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir að gerður hafi verið samningur við Fangelsismálayfirvöld fyrir nokkrum árum um að ungum föngum byðist að afplána dóma í meðferð, en það væri þó háð þeirra samþykki. Hún segist ekki telja grundvöll fyrir barna og unglingafangelsi og segir það vera af praktískum ástæðum þar sem komið geti fyrir að enginn í þessum aldurshópi þurfi fangelsisvist nokkur ár í röð eða jafnvel tveir og þeir komi jafnvel ekki á sama tíma. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir þá ungu fanga sem eiga í hlut í slíkum málum oftar en ekki hafa verið í einskonar barnafangelsum á vegum yfirvalda frá unga aldri. Þegar svona sé komið sé ekki hægt að horfa fram hjá því að þeir séu orðnir gallharðir afbrotamenn. Hann segir það að vera að mörgu leyti mjög óheppilegt að smala unglingum saman á einn stað í fangelsi. Hann vonast hinsvegar eftir því að ný fangelsislög komi þessum mönnum vel sem og fleiri aðgerðir í fangelsismálum. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Ungur piltur sem ásamt fjórum öðrum rændi starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, hefur komið við sögu fjölda afbrotamála. Einungis fimmtán ára sat hann í gæsluvarðhaldi í fjörutíu daga. Þá var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum fyrir sextán ára afmælið sitt í mars. Pilturinn sem er úr Kópavogi hóf feril sinn á Litla Hrauni fimmtán ára eða fyrsta nóvember í fyrra. Þá sat hann í svokölluðu síbrotagæsluvarðhaldi, í alls fjörutíu daga eða til tíunda desember. Hann fékk í kjölfarið fimm mánaða fangelsisdóm þar af einn mánuð skilorðsbundinn en það hafði hann þegar setið af sér í varðhaldinu. Þann ellefta mars var hann aftur handtekinn og þá úrskurðaður í svokallað rannsóknargæsluvarðhald í fjóra daga. 21. júlí var hann úrskurðaður í sextán vikna gæsluvarðhald. Í framhaldinu fékk hann sextán mánaða fangelsisdóm, þar af voru þrettán skilorðsbundnir. Hann gekk hinsvegar laus þar sem áfrýjunarfrestur í máli hans var fjórar vikur. Hann var svo handtekinn á föstudag fyrir mannrán eins og áður sagði og situr nú í viku gæsluvarðhaldi. Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir að gerður hafi verið samningur við Fangelsismálayfirvöld fyrir nokkrum árum um að ungum föngum byðist að afplána dóma í meðferð, en það væri þó háð þeirra samþykki. Hún segist ekki telja grundvöll fyrir barna og unglingafangelsi og segir það vera af praktískum ástæðum þar sem komið geti fyrir að enginn í þessum aldurshópi þurfi fangelsisvist nokkur ár í röð eða jafnvel tveir og þeir komi jafnvel ekki á sama tíma. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir þá ungu fanga sem eiga í hlut í slíkum málum oftar en ekki hafa verið í einskonar barnafangelsum á vegum yfirvalda frá unga aldri. Þegar svona sé komið sé ekki hægt að horfa fram hjá því að þeir séu orðnir gallharðir afbrotamenn. Hann segir það að vera að mörgu leyti mjög óheppilegt að smala unglingum saman á einn stað í fangelsi. Hann vonast hinsvegar eftir því að ný fangelsislög komi þessum mönnum vel sem og fleiri aðgerðir í fangelsismálum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira