Bush sendir fleiri hermenn 3. september 2005 00:01 George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að 7.200 hermenn og 10.000 þjóðvarðliðar verði sendir til björgunarstarfa á hamfarasvæðin í Louisiana. Björgunarsveitarmennirnir verða því um fjörutíu þúsund á næstu tveimur sólarhringum. "Margir borgarar eru einfaldlega ekki að fá þá hjálp sem þeir þurfa, sérstaklega í New Orleans, og það er óviðunandi," sagði Bush þegar hann tilkynnti áformin í kjölfar gagnrýni á seinagang við björgunarstörfin. "Við yfirgefum ekki samborgara okkar hér í Bandaríkjunum þegar þeir þurfa á hjálp að halda." Floti loftkældra rúta var í gær sendur eftir 25 þúsundum manna sem hafa beðið eftir að verða sóttir í ráðstefnumiðstöðina í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín reið yfir. Fólkið beið innan um stæka lykt af rusli og rotnandi líkum samborgara sinna. Þúsundir voru fluttar úr Superdome-leikvanginumi til Texas í gær en snemma dags var fólksflutningum þaðan hætt þrátt fyrir að tvö til fimm þúsund væru enn á svæðinu. Á meðal þeirra sem urðu eftir í höllinni var 25 ára móðir sem ekki vissi um börnin sín fjögur. Fólkið hefur nú fengið bæði vatn og mat sem ekki bauðst fyrstu dagana. Yolanda Sander var meðal þeirra sem biðu í ráðstefnumiðstöðinni í borginni. Þar hafði hún verið í fimm daga. "Ég trúði því alltaf að við yrðum sótt. Mér líður vel að fá loks að hitta fjölskyldu mína," sagði hún en vissi þó ekki hvert leiðin lægi. "Allir staðir eru betri en þessi. Fólk deyr hér allt um kring." Styrktartónleikar vegna hamfaranna sem sendir voru í beinni útsendingu frá New York á sjónvarpsstöðinni NBC á föstudagskvöld tóku óvænta stefnu þegar tónlistarmaðurinn Kanye West fór út fyrir hefðbundna dagskrá. "Það er ljóst að það er verið að hjálpa þeim fátæku og þeim svörtu eins hægt og mögulegt er," sagði hann. Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að 7.200 hermenn og 10.000 þjóðvarðliðar verði sendir til björgunarstarfa á hamfarasvæðin í Louisiana. Björgunarsveitarmennirnir verða því um fjörutíu þúsund á næstu tveimur sólarhringum. "Margir borgarar eru einfaldlega ekki að fá þá hjálp sem þeir þurfa, sérstaklega í New Orleans, og það er óviðunandi," sagði Bush þegar hann tilkynnti áformin í kjölfar gagnrýni á seinagang við björgunarstörfin. "Við yfirgefum ekki samborgara okkar hér í Bandaríkjunum þegar þeir þurfa á hjálp að halda." Floti loftkældra rúta var í gær sendur eftir 25 þúsundum manna sem hafa beðið eftir að verða sóttir í ráðstefnumiðstöðina í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín reið yfir. Fólkið beið innan um stæka lykt af rusli og rotnandi líkum samborgara sinna. Þúsundir voru fluttar úr Superdome-leikvanginumi til Texas í gær en snemma dags var fólksflutningum þaðan hætt þrátt fyrir að tvö til fimm þúsund væru enn á svæðinu. Á meðal þeirra sem urðu eftir í höllinni var 25 ára móðir sem ekki vissi um börnin sín fjögur. Fólkið hefur nú fengið bæði vatn og mat sem ekki bauðst fyrstu dagana. Yolanda Sander var meðal þeirra sem biðu í ráðstefnumiðstöðinni í borginni. Þar hafði hún verið í fimm daga. "Ég trúði því alltaf að við yrðum sótt. Mér líður vel að fá loks að hitta fjölskyldu mína," sagði hún en vissi þó ekki hvert leiðin lægi. "Allir staðir eru betri en þessi. Fólk deyr hér allt um kring." Styrktartónleikar vegna hamfaranna sem sendir voru í beinni útsendingu frá New York á sjónvarpsstöðinni NBC á föstudagskvöld tóku óvænta stefnu þegar tónlistarmaðurinn Kanye West fór út fyrir hefðbundna dagskrá. "Það er ljóst að það er verið að hjálpa þeim fátæku og þeim svörtu eins hægt og mögulegt er," sagði hann.
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira