Erlent

Sveit tekin úr viðbragðsstöðu

Íslenskar björgunarsveitir fara að líkindum ekki til hamfarasvæðanna í suðurríkjum Bandaríkjanna og hefur íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verið tekin úr viðbragðsstöðu. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þurfa Bandaríkjamenn að biðja sjálfir um aðstoðina en þeir hafa ekki gert það hingað til og ólíklegt er að þeir geri það. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær eftir að utanríkisráðuneytið bauð bandarískum stjórnvöldum aðstoð í kjölfar skilaboða sem bárust frá Sameinuðu þjóðunum um að slíkar sveitir vantaði á hamfarasvæðin. Bandaríkjamenn telja sig hins vegar ráða við ástandið, en neyðaraðstoð er loks farin að berast á hamfarasvæðin, sex dögum eftir yfirreið fellibylsins Katrínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×