Helvíti á jörðu 2. september 2005 00:01 Glundroði og gripdeildir hafa einkennt New Orleans-borg síðustu daga. Lögreglumenn hafa skilað inn skjöldum sínum á meðan stigamenn fara um ruplandi og rænandi. Óveðrið á mánudaginn var aðeins byrjunin á raunum þeirra sem ekki náðu að flýja New Orleans. Síðustu daga hefur borgin orðið algjöru stjórnleysi að bráð sem yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að ná tökum á. Skotið hefur verið á hjálparstarfsmenn sem reynt hafa að bjarga sjúkum og þjáðum. Einna verst hefur ástandið verið við Louisiana Superdome-íþróttaleikvanginum og í ráðstefnumiðstöð New Orleans, þar sem tugþúsundir strandaglópa sitja fastar. Á síðarnefnda staðnum hafði fólkið beðið matar- og drykkjarlaust dögum saman í kæfandi hita innan um rotnandi lík eftir aðstoð. "Hér er hvorki matur né vatn. Þeir skjóta og drepa fólk," sagði Tishia Walters, ein hinna bágstöddu, í samtali við CNN. "Menn eru rændir á klósettunum og konum nauðgað og því kýs fólk að gera þarfir sínar á gólfið. Hér ríkir alger upplausn." Þrátt fyrir að yfirvöld hafi hvatt íbúa borgarinnar til að halda þangað kvaðst talsmaður Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa fyrst frétt af mannsöfnuðinum þar í gær. Í dögun gærdagsins varð mikil sprenging í efnageymum á járnbrautarstöð borgarinnar. Ekki er vitað um manntjón af völdum sprengingarinnar en talsverður eldur kviknaði í kjölfarið og logaði næturhimininn af þeim völdum Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa lagt niður störf á svæðinu. Einn þeirra líkti ástandinu við upplausnina í Sómalíu á sínum tíma þar sem samfélagið hrundi með öllu. Annar sagði glæpamenn bæði fjölmennari og betur vopnaða en lögregluna. Í gær voru svo sjö þúsund þjóðvarðliðar sendir til borgarinnar til þess að stilla til friðar, stöðva gripdeildir og dreifa hjálpargögnum. Steven Blum höfuðsmaður sagði helming þeirra vera nýkominn frá Írak og þeir væru því "mjög vanir í að beita lífshættulegum krafti." Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Glundroði og gripdeildir hafa einkennt New Orleans-borg síðustu daga. Lögreglumenn hafa skilað inn skjöldum sínum á meðan stigamenn fara um ruplandi og rænandi. Óveðrið á mánudaginn var aðeins byrjunin á raunum þeirra sem ekki náðu að flýja New Orleans. Síðustu daga hefur borgin orðið algjöru stjórnleysi að bráð sem yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að ná tökum á. Skotið hefur verið á hjálparstarfsmenn sem reynt hafa að bjarga sjúkum og þjáðum. Einna verst hefur ástandið verið við Louisiana Superdome-íþróttaleikvanginum og í ráðstefnumiðstöð New Orleans, þar sem tugþúsundir strandaglópa sitja fastar. Á síðarnefnda staðnum hafði fólkið beðið matar- og drykkjarlaust dögum saman í kæfandi hita innan um rotnandi lík eftir aðstoð. "Hér er hvorki matur né vatn. Þeir skjóta og drepa fólk," sagði Tishia Walters, ein hinna bágstöddu, í samtali við CNN. "Menn eru rændir á klósettunum og konum nauðgað og því kýs fólk að gera þarfir sínar á gólfið. Hér ríkir alger upplausn." Þrátt fyrir að yfirvöld hafi hvatt íbúa borgarinnar til að halda þangað kvaðst talsmaður Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa fyrst frétt af mannsöfnuðinum þar í gær. Í dögun gærdagsins varð mikil sprenging í efnageymum á járnbrautarstöð borgarinnar. Ekki er vitað um manntjón af völdum sprengingarinnar en talsverður eldur kviknaði í kjölfarið og logaði næturhimininn af þeim völdum Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa lagt niður störf á svæðinu. Einn þeirra líkti ástandinu við upplausnina í Sómalíu á sínum tíma þar sem samfélagið hrundi með öllu. Annar sagði glæpamenn bæði fjölmennari og betur vopnaða en lögregluna. Í gær voru svo sjö þúsund þjóðvarðliðar sendir til borgarinnar til þess að stilla til friðar, stöðva gripdeildir og dreifa hjálpargögnum. Steven Blum höfuðsmaður sagði helming þeirra vera nýkominn frá Írak og þeir væru því "mjög vanir í að beita lífshættulegum krafti."
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira