Innlent

Ánægja með laun eykst

Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Þegar litið er til atvinnugreina er mesta óánægjan með launin hjá starfsfólki í fyrirtækjum í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu en starfsfólk í fyrirtækjum í fjármálaþjónustu og annarri sérhæfðri þjónustu er ánægðast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×