Innlent

Katrinu kennt um bensínhækkun

Verð á öllum tegundum eldsneytis hækkaði umtalsvert í gær hjá olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu en bensínverð hækkaði þó sýnu mestu um heilar fjórar krónur. Segir á heimasíðu Olíufélagsins að þörf hafi verið fyrir mun meiri hækkun miðað við stöðu mála eftir að fellibylurinn Katrina gekk yfir Bandaríkin en óveðrið hafði gríðarleg áhrif á olíuvinnslu í Mexókóflóa. Í kjölfarið þurfti að loka allnokkrum olíuhreinsistöðvum sem jók eftirspurn á heimsvísu til mikilla muna, sérstaklega í Bandaríkjunum. Algengt verð fyrir lítra af 95 oktana bensíni á höfuðborgarsvæðinu er því 117,70 krónur í sjálfsafgreiðslu á flestum stærri stöðvunum en bensínverð var enn óbreytt í rúmum 112 krónum hjá Atlantsolíu og Orkunni þegar Fréttablaðið fór í prentun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×