Kosningabarátta á Bláhorninu 31. ágúst 2005 00:01 "Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
"Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira