Kosningabarátta á Bláhorninu 31. ágúst 2005 00:01 "Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
"Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira