Innlent

Endalausar hækkanir

Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka segir engar blikur á lofti um að verð á hlutabréfum lækki í bráð: „Þetta er búið að vera gríðarlega öflugt í sumar. Ég sé enga ástæðu til annars en að búast við því að verð á hlutabréfum haldi áfram að tikka upp á við.“ Atli telur hækkanir síðustu vikna knúnar áfram af góðum uppgjörum fyrirtækja Kauphallarinnar: „Verð á hlutabréfum byggir fyrst á fremst á væntingum og uppgjörin gefa vísbendingu um að afkoma verði áfram góð og vaxandi.“ Atli segir gamla máltakið um að það sem upp fari hljóti að koma aftur niður ekki endilega eiga við í þessu tilviki: „Starfsemi fyrirtækjanna hefur vaxið mikið og kakan því stækkað.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×