Erlent

Óvenjulegt innbrot í Þýskalandi

Lögregla í Itzstedt í Þýskalandi glímdi á dögunum við heldur óvenjulegan og kræfan innbrotsþjóf í bænum. Tillkynning barst lögreglunni um að brotist hefði verið inn í íbúð í bænum þar sem myrkvunarhleri hafði verið skemmdur, gardínur rifnar niður og húsgögn skemmd. Við nánari eftirgrennslan fannst svo brotið fiskabúr á gólfi íbúðarinnar og fisktætlur á víð og dreif. Fór þá lögregluna að gruna hvað hefði verið þarna á ferð og fann hún stuttu síðar fress í felum undir eldhússkápum. Þegar handsama átti köttinn var hann hinn versti viðureignar og beit m.a. einn lögreglumannanna í fingurinn. Hann náðist þó á endanum og var skilað til eiganda síns sem verður látinn borga fyrir skemmdirnar sem högninn olli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×