Innlent

Íslandspósti seld skeytaþjónusta

Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að skeytaþjónustan hafi tekið breytingum á undanförnum árum. Það verði t.d. æ algengara að pantanir á símskeytum berist í gegnum Netið og muni sú þróun væntanlega halda áfram. Íslandspóstur telur að skeytaþjónusta falli vel að núverandi starfsemi fyrirtækisins og stefnir að því að efla hana og bæta enn frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×