Staða kvenna í heiminum ekki góð 29. ágúst 2005 00:01 Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira