Helmingur vill sjálfstæðismann 29. ágúst 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,9 prósent vilja sjá Gísla Martein. Næstvinsælastur er Stefán Jón Hafstein Samfylkingu en 20,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans. Í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir er einungis nefnd af 10,9 prósentum þeirra sem tóku afstöðu og er því í fjórða sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sá sem borgarstjóra eftir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnuninni. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar, en Gísli Marteinn er vinsælastur hjá báðum kynjum. Stefán Jón Hafstein virðist höfða frekar til kvenna. Tæp 23 prósent kvenna nefndu nafn hans en nítján prósent karla. Þá virðast karlmenn vera hrifnari af Vilhjálmi Þ. en konur. 22 prósent karla nefndu Vilhjálm en einungis þrettán prósent kvenna. Ef litið er á alla þá sem nefndir voru í könnuninni voru sjálfstæðismenn oftast nefndir sem borgarstjóraefni, en 47 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern sjálfstæðismann. Auk Gísla Marteins og Vilhjálms voru Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Rúm 39 prósent nefndu Samfylkingarfólk. Auk Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar voru Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Aðrir tveir sem oftast voru nefndir eru Þórólfur Árnason og Dagur B. Eggertsson, báðir óflokksbundnir en hafa starfað fyrir Reykjavíkurlistann. 2,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern frá Vinstri grænum. Hlutfall þeirra sem nefndu framsóknarfólk eða frjálslynda er samanlagt undir einu prósenti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur?" og tóku 40,3 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Topp tíu Gísli Marteinn Baldursson 23,9% Stefán Jón Hafstein 20,8% Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson 18,0% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,9% Þórólfur Árnason 5,0% Össur Skarphéðinsson 5,0% Dagur B. Eggertsson 4,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 2,2% Guðlaugur Þór Þórðarson 1,2% Aðrir nefndir Björk Vilhelmsdóttir Árni Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Alfreð Þorsteinsson Bjarni Benediktsson Ólafur F. Magnússon Davíð Oddsson Björgólfur Thor Björgólfsson Pétur Blöndal Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,9 prósent vilja sjá Gísla Martein. Næstvinsælastur er Stefán Jón Hafstein Samfylkingu en 20,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans. Í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir er einungis nefnd af 10,9 prósentum þeirra sem tóku afstöðu og er því í fjórða sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sá sem borgarstjóra eftir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnuninni. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar, en Gísli Marteinn er vinsælastur hjá báðum kynjum. Stefán Jón Hafstein virðist höfða frekar til kvenna. Tæp 23 prósent kvenna nefndu nafn hans en nítján prósent karla. Þá virðast karlmenn vera hrifnari af Vilhjálmi Þ. en konur. 22 prósent karla nefndu Vilhjálm en einungis þrettán prósent kvenna. Ef litið er á alla þá sem nefndir voru í könnuninni voru sjálfstæðismenn oftast nefndir sem borgarstjóraefni, en 47 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern sjálfstæðismann. Auk Gísla Marteins og Vilhjálms voru Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Rúm 39 prósent nefndu Samfylkingarfólk. Auk Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar voru Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Aðrir tveir sem oftast voru nefndir eru Þórólfur Árnason og Dagur B. Eggertsson, báðir óflokksbundnir en hafa starfað fyrir Reykjavíkurlistann. 2,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern frá Vinstri grænum. Hlutfall þeirra sem nefndu framsóknarfólk eða frjálslynda er samanlagt undir einu prósenti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur?" og tóku 40,3 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Topp tíu Gísli Marteinn Baldursson 23,9% Stefán Jón Hafstein 20,8% Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson 18,0% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,9% Þórólfur Árnason 5,0% Össur Skarphéðinsson 5,0% Dagur B. Eggertsson 4,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 2,2% Guðlaugur Þór Þórðarson 1,2% Aðrir nefndir Björk Vilhelmsdóttir Árni Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Alfreð Þorsteinsson Bjarni Benediktsson Ólafur F. Magnússon Davíð Oddsson Björgólfur Thor Björgólfsson Pétur Blöndal
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira