Innlent

Ísland og Víetnam semja

Fyrir helgi skrifuðu Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Vu Dung, sérlegur fulltrúi forsætisráðherra Víetnam, undir tvíhliða samning Íslands og Víetnam um viðskipti milli landanna. Hér fundaði Dung meðal annars með Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis, fulltrúum fyrirtækja og með Víetnömum sem hér eru búsettir. Fjölmiðlar í Víetnam sögðu Dung hafa þakkað stjórnvöldum hér sérstaklega sveigjanleika í viðræðunum, sem eru hluti af aðildarferli Víetnam og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), og hjálp við Víetnama sem hér búa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×