Innlent

Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari

Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Vökulir tollverðir stöðvuðu Litháa fyrir tæpri viku sem reyndist hann vera með brennisteinssýru í innsigluðum áfengisflöskum. Hann er í farbanni og bíður ákæru. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Fréttir Stöðvar 2 í gær, að fundurinn væri vísbending um framleiðslu amfetamíns hér á landi. Vímuefnamarkaðurinn virðist vera orðin skipulagðari nú en áður. En hvaða merki telur Þórarinn vera á lofti um tengingu landsins við alþjóðlega glæpastarfsemi. Hann segir að fyrst og fremst það sem lögreglan hefur bent á að erlendir aðilar séu að flytja efnin inn. Einnig eru vísbendingar eins og þær að vímuefnamarkaðurinn er mjög stöðugur því þrátt fyrir stórar haldlagningar virðist vera nóg framboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×