Baráttuhugur í Gísla Marteini 28. ágúst 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fjölmennum stuðningsmannafundi í Iðnó í dag að hann stefndi á fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í síðustu viku að hann stefndi á fyrsta sæti flokksins. En Gísli segist ætla að berjast fyrir tilurð sinni, hvar sem hann svo endar á listanum, hann segist ætla að berjast eins og ljón í hvaða sæti og hann sagðist vilja hafa afgerandi áhrif á listann. Hann sagðist stefna á efsta sætið og ef kjósendur telja að hann sé vel til fallinn að leiða listann og koma sínum málefnum á framfæri þá segir hann að kjósendur kjósi hann, ef ekki þá kjósa þeir einhvern annan. Spurður að því hvort að hann ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík sagði hann að það væri ekki hans að ákveða, heldur kjósenda. Hann sagðist hins vegar treysta sér mjög vel í borgarstjórastarfið. Það er því ljóst að slegist verður um fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Auk þeirra Gísla Marteins og Vilhjálms hefur nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar verið nefnt í umræðunni um efstu sætin en hann vildi ekkert segja þegar fréttastofan náði af honum tali. Í vikunni mun svo einnig vera tíðinda að vænta frá nokkrum þeirra sem sækjast eftir öðrum sætum á listanum. Aðspurður um það hvort að hann gerði ráð fyrir að fá fleiri í slaginn um fyrsta sætið sagðist hann ekki gera neitt sérstaklega ráð fyrir því. Hann sagði að enginn ætti neitt sérstakt sæti og kjósendur sjá um að velja í það sæti. Hann sagði einnig að hann og Vilhjálmur væru sammála um að fara sér hægt til þess að koma í veg fyrir að þreyta fólk of mikið. Úr röðum borgarfulltrúa heyrast þó þær raddir að baráttan innan Sjálfstæðiflokksins fari heldur snemma af stað megi því gera ráð fyrir blóðugri slag en ella. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins. Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fjölmennum stuðningsmannafundi í Iðnó í dag að hann stefndi á fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í síðustu viku að hann stefndi á fyrsta sæti flokksins. En Gísli segist ætla að berjast fyrir tilurð sinni, hvar sem hann svo endar á listanum, hann segist ætla að berjast eins og ljón í hvaða sæti og hann sagðist vilja hafa afgerandi áhrif á listann. Hann sagðist stefna á efsta sætið og ef kjósendur telja að hann sé vel til fallinn að leiða listann og koma sínum málefnum á framfæri þá segir hann að kjósendur kjósi hann, ef ekki þá kjósa þeir einhvern annan. Spurður að því hvort að hann ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík sagði hann að það væri ekki hans að ákveða, heldur kjósenda. Hann sagðist hins vegar treysta sér mjög vel í borgarstjórastarfið. Það er því ljóst að slegist verður um fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Auk þeirra Gísla Marteins og Vilhjálms hefur nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar verið nefnt í umræðunni um efstu sætin en hann vildi ekkert segja þegar fréttastofan náði af honum tali. Í vikunni mun svo einnig vera tíðinda að vænta frá nokkrum þeirra sem sækjast eftir öðrum sætum á listanum. Aðspurður um það hvort að hann gerði ráð fyrir að fá fleiri í slaginn um fyrsta sætið sagðist hann ekki gera neitt sérstaklega ráð fyrir því. Hann sagði að enginn ætti neitt sérstakt sæti og kjósendur sjá um að velja í það sæti. Hann sagði einnig að hann og Vilhjálmur væru sammála um að fara sér hægt til þess að koma í veg fyrir að þreyta fólk of mikið. Úr röðum borgarfulltrúa heyrast þó þær raddir að baráttan innan Sjálfstæðiflokksins fari heldur snemma af stað megi því gera ráð fyrir blóðugri slag en ella.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira