Innlent

Erill á Akureyri í nótt

Sex fíkniefnamál komu upp á Akureyri yfir helgina, öll minniháttar, þar sem lagt var hald á kannabisefni og hvít efni, sem gætu verið amfetamín eða kókaín en ekki er búið að greina efnin. Talsvert var um að vera á Akureyri í nótt en Akureyrarvaka, sem er nokkurs konar norðlensk útgáfa af Menningarnótt, stóð yfir í gærdag og fram á kvöld. Töluverður fjöldi af fólki var í miðbænum og að sögn lögreglu var þráðurinn stuttur í mönnum. Ein líkamsárás átti sér stað í nótt og hefur sá sem ráðist var á verið útskrifaður af spítala, lemstraður í andliti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×