Innlent

Minna haldlagt en oft áður

Lögregla lagði hald á tvö hundruð grömm af fíkniefnum í Kópavogi í fyrrinótt. Lítið hefur verið um stóra fíkniefnafundi lögreglu undanfarið og segir yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík að stór mál komi í bylgjum. Lögreglan í Kópavogi lagði við húsleit í gærkvöldi hald á 200 grömm af fíkniefnum, aðallega kannabisefnum og Kókaíni. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnið, en það var ætlað til sölu. Málið telst upplýst og var manninum sleppt að loknum yfirheyrslum. Tiltölulega lítið hefur verið um haldlagningar lögreglu á fíkniefnum að undanförnu.  Aðspurður um hverju það sæti að tiltölulega lítið hafi verið haldlagt af fíkniefnum undanfarið, svarar Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, því til að alltaf sé verið að haldleggja fíknefni af og til en það hefði verið minna af stærri haldlagningum undanfarið. Hann sagði ástandið eðlilegt og að það kæmu tímar þar sem minna er haldlagt en venjulega. Ásgeir segir að samstarf tollgæslunnar og fíkniefnadeildarinnar sé gott og að sú staðreynd að þremur starfsmönnum tollgæslunnar hafi verið kippt út úr samstarfi við fíkniefnadeildarinnar hafi ekki áhrif á starf deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×