Innlent

Erill í sjúkraflugi á Akureyri

Sex beiðnir um sjúkraflug bárust til Slökkviliðs Akureyrar og Flugfélags Íslands í gær. Hægt var að sinna þeim öllum að einu undanskyldu sem varð að fresta vegna veðurs. Fyrsta flugið var farið snemma morguns og því síðasta lauk í gærkvöldi. Mikill erill hefur verið í sjúkrafluginu að undanförnu og á þessu ári er fjöldi sjúkrafluga orðinn 207. Að sögn umsjónaraðila sjúkraflugsins á Akureyri er virkt og gott samstarf á milli Flugfélags Íslands sem sér um vélar og flugmenn, Slökkviliðs Akureyrar sem sér um sjúkraflutningamenn ásamt þeirra búnaði og FSA sem sér um læknaþáttinn tengdan sjúkrafluginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×