Innlent

Vilyrði fyrir lóð við Austurhöfn

Borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Stjórn skólans sendi borgarstjóra og menntamálaráðuneyti bréf í byrjun júní þar sem stjórnin lýsti vilja sínum að framtíðarstaðsetning Listaháskólans yrði við Austurhöfn. Steinunn Valdís, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur nú svarað þessu bréfi lýst því yfir að borgin sé fyrir sitt leyti reiðubúin að koma til móts við óskir skólans um lóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×