Hjón reisa 400 íbúða hverfi 25. ágúst 2005 00:01 Mosfellsbær hefur gert samkomulag við eigendur landsins Leirvogstungu í Mosfellsbæ um uppbyggingu 400 íbúða næstu fjögur árin. Samningurinn er nýmæli því um einkaframkvæmd að öllu leyti er að ræða og uppbyggingin sveitarfélaginu alveg að kostnaðarlausu. Skipulag gerir ráð fyrir að byggð verði sérbýli að mestu enda mikil eftirspurn eftir slíkum eignum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Heildarkostnaður vegna verkefnisins er talinn nema tveimur milljörðum króna en í þeim tölum er allur kostnaður vegna skipulagsvinnu og byggingakostnaðar auk vegavinnu. Framkvæmdaaðilinn tekur einnig að sér að fjármagna og byggja skóla og leikskóla á svæðinu en slíkt hefur ekki verið gert áður hér á landi. Mun sá skóli að líkindum verða sambyggður ef núverandi hugmyndir ganga eftir. Bjarni Sv. Guðmundsson, sem á og rekur fyrirtækið Leirvogstungu ehf. ásamt konu sinni Katrínu Sif Ragnarsdóttur, segir engar hugmyndir uppi varðandi hugsanlegt lóðaverð. "Við erum ekki komin svo langt að hugsa það til þrautar en leyfum markaðnum að ráða því þegar þar að kemur. Annars standa vonir til að íbúðakaup verði á færi venjulegs fólks og ekki endilega í þeim hæðum sem fregnir hafa borist af undanfarið." Hann segir að hugmyndin að íbúðabyggð hafi kviknað fyrir alllöngu síðan en ekki sé sérstaklega hlaupið til vegna þess að fýsilegt er að selja þessa dagana. "Það hefur tekið ákveðinn tíma að gera þetta að veruleika og ákvörðunin hefur ekkert með núverandi ástand á markaðnum að gera." Leirvogstunga markast af Leirvogsá að norðan og Köldukvísl að sunnan og verður svæðið sérstaklega skipulagt með þarfir fjölskyldufólks í huga. Stutt vegalengd er að og íþrótta- og útivistarsvæðum að Varmá auk annarra útivistarsvæði í nágrenninu. Mun byggðin samræmast stefnu Mosfellsbæjar og koma til móts við kröfur markaðarins um aukið framboð sérbýla í nágrenninu. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Mosfellsbær hefur gert samkomulag við eigendur landsins Leirvogstungu í Mosfellsbæ um uppbyggingu 400 íbúða næstu fjögur árin. Samningurinn er nýmæli því um einkaframkvæmd að öllu leyti er að ræða og uppbyggingin sveitarfélaginu alveg að kostnaðarlausu. Skipulag gerir ráð fyrir að byggð verði sérbýli að mestu enda mikil eftirspurn eftir slíkum eignum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Heildarkostnaður vegna verkefnisins er talinn nema tveimur milljörðum króna en í þeim tölum er allur kostnaður vegna skipulagsvinnu og byggingakostnaðar auk vegavinnu. Framkvæmdaaðilinn tekur einnig að sér að fjármagna og byggja skóla og leikskóla á svæðinu en slíkt hefur ekki verið gert áður hér á landi. Mun sá skóli að líkindum verða sambyggður ef núverandi hugmyndir ganga eftir. Bjarni Sv. Guðmundsson, sem á og rekur fyrirtækið Leirvogstungu ehf. ásamt konu sinni Katrínu Sif Ragnarsdóttur, segir engar hugmyndir uppi varðandi hugsanlegt lóðaverð. "Við erum ekki komin svo langt að hugsa það til þrautar en leyfum markaðnum að ráða því þegar þar að kemur. Annars standa vonir til að íbúðakaup verði á færi venjulegs fólks og ekki endilega í þeim hæðum sem fregnir hafa borist af undanfarið." Hann segir að hugmyndin að íbúðabyggð hafi kviknað fyrir alllöngu síðan en ekki sé sérstaklega hlaupið til vegna þess að fýsilegt er að selja þessa dagana. "Það hefur tekið ákveðinn tíma að gera þetta að veruleika og ákvörðunin hefur ekkert með núverandi ástand á markaðnum að gera." Leirvogstunga markast af Leirvogsá að norðan og Köldukvísl að sunnan og verður svæðið sérstaklega skipulagt með þarfir fjölskyldufólks í huga. Stutt vegalengd er að og íþrótta- og útivistarsvæðum að Varmá auk annarra útivistarsvæði í nágrenninu. Mun byggðin samræmast stefnu Mosfellsbæjar og koma til móts við kröfur markaðarins um aukið framboð sérbýla í nágrenninu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira