Ofsakláði og útbrot eftir baðferð 24. ágúst 2005 00:01 Á undanförnum tveimur árum hafa tugir Íslendinga sýkst af sundmannakláða af völdum fuglablóðagða eftir að hafa baðað sig eða vaðið berum fótum út í Botnsvatn ofan Húsavíkur. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot og ofsakláði en rannsóknir gefa tilefni til að ætla að ein tegund fuglablóðagða, nasablóðagða, geti einnig valdið skemmdum á taugakerfi spenndýra, þar á meðal manna. Heilbrigðisyfirvöld á Húsavík settu upp skilti við Botnsvatn í fyrra þar sem fólk var varað við að fara út í vatnið en ekki tóku allir varnaðarorðin alvarlega og sumir þurftu að leita læknisaðstoðar. Fuglablóðögður á fullorðinsstigi finnast sem snýkjudýr, ormar, í fuglum og berast með þeim í vötn og tjarnir. Ormarnir sleppa eggjum í vatnið og úr þeim skríða lirfur sem bora sig inn í vatnabobba þar sem fjöldi lirfanna margfaldast með kynlausri æxlun. Síðla sumars fara lirfurnar úr vatnabobbunum og synda í leit að sundfitum fugla og ljúka hringferlinum í fuglunum sem ormar. Í nýrri rannsókn dr. Karls Skírnissonar, dýrafræðings á Keldum, og starfsfólks Náttúrustofu Norðausturlands kom í ljós að sýktum vatnabobbum í Botnsvatni hefur fjölgað mjög mikið frá því í fyrra. "Svo mikið er af lirfum fuglablóðagða í Botnsvatni að þær geta valdið hundruðum bóla og útbrota á mannslíkama," segir Karl. Ónæmiskerfi mannslíkamans ræðst á lirfurnar í húðinni og útbrotin og ofsakláðinn eru einkenni þess að líkaminn sé að skila frá sér dauðum lirfum. "Að minnsta kosti fimm tegundir fuglablóðagða eru þekktar hér á landi en við vitum ekki hvaða tegundir eru í Botnsvatni. Nasablóðagðan er hættulegust en sýnt hefur verið fram á í tilraunum að hún getur lifað í spendýrum þar sem hún fer eftir taugakerfinu og getur valdið þar skaða," segir Karl. Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, segir að nokkrir einstaklingar hafi smitast af sundmannakláða í Botnsvatni í sumar, þrátt fyrir varnaðarorð þar um. "Að minnsta kosti einn þurfti að leita sér læknisaðstoðar en í fyrra fóru margir út í Botnsvatn og þá skipti fjöldi sýktra tugum," segir Þorkell. Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á undanförnum tveimur árum hafa tugir Íslendinga sýkst af sundmannakláða af völdum fuglablóðagða eftir að hafa baðað sig eða vaðið berum fótum út í Botnsvatn ofan Húsavíkur. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot og ofsakláði en rannsóknir gefa tilefni til að ætla að ein tegund fuglablóðagða, nasablóðagða, geti einnig valdið skemmdum á taugakerfi spenndýra, þar á meðal manna. Heilbrigðisyfirvöld á Húsavík settu upp skilti við Botnsvatn í fyrra þar sem fólk var varað við að fara út í vatnið en ekki tóku allir varnaðarorðin alvarlega og sumir þurftu að leita læknisaðstoðar. Fuglablóðögður á fullorðinsstigi finnast sem snýkjudýr, ormar, í fuglum og berast með þeim í vötn og tjarnir. Ormarnir sleppa eggjum í vatnið og úr þeim skríða lirfur sem bora sig inn í vatnabobba þar sem fjöldi lirfanna margfaldast með kynlausri æxlun. Síðla sumars fara lirfurnar úr vatnabobbunum og synda í leit að sundfitum fugla og ljúka hringferlinum í fuglunum sem ormar. Í nýrri rannsókn dr. Karls Skírnissonar, dýrafræðings á Keldum, og starfsfólks Náttúrustofu Norðausturlands kom í ljós að sýktum vatnabobbum í Botnsvatni hefur fjölgað mjög mikið frá því í fyrra. "Svo mikið er af lirfum fuglablóðagða í Botnsvatni að þær geta valdið hundruðum bóla og útbrota á mannslíkama," segir Karl. Ónæmiskerfi mannslíkamans ræðst á lirfurnar í húðinni og útbrotin og ofsakláðinn eru einkenni þess að líkaminn sé að skila frá sér dauðum lirfum. "Að minnsta kosti fimm tegundir fuglablóðagða eru þekktar hér á landi en við vitum ekki hvaða tegundir eru í Botnsvatni. Nasablóðagðan er hættulegust en sýnt hefur verið fram á í tilraunum að hún getur lifað í spendýrum þar sem hún fer eftir taugakerfinu og getur valdið þar skaða," segir Karl. Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, segir að nokkrir einstaklingar hafi smitast af sundmannakláða í Botnsvatni í sumar, þrátt fyrir varnaðarorð þar um. "Að minnsta kosti einn þurfti að leita sér læknisaðstoðar en í fyrra fóru margir út í Botnsvatn og þá skipti fjöldi sýktra tugum," segir Þorkell.
Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira