Ofsakláði og útbrot eftir baðferð 24. ágúst 2005 00:01 Á undanförnum tveimur árum hafa tugir Íslendinga sýkst af sundmannakláða af völdum fuglablóðagða eftir að hafa baðað sig eða vaðið berum fótum út í Botnsvatn ofan Húsavíkur. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot og ofsakláði en rannsóknir gefa tilefni til að ætla að ein tegund fuglablóðagða, nasablóðagða, geti einnig valdið skemmdum á taugakerfi spenndýra, þar á meðal manna. Heilbrigðisyfirvöld á Húsavík settu upp skilti við Botnsvatn í fyrra þar sem fólk var varað við að fara út í vatnið en ekki tóku allir varnaðarorðin alvarlega og sumir þurftu að leita læknisaðstoðar. Fuglablóðögður á fullorðinsstigi finnast sem snýkjudýr, ormar, í fuglum og berast með þeim í vötn og tjarnir. Ormarnir sleppa eggjum í vatnið og úr þeim skríða lirfur sem bora sig inn í vatnabobba þar sem fjöldi lirfanna margfaldast með kynlausri æxlun. Síðla sumars fara lirfurnar úr vatnabobbunum og synda í leit að sundfitum fugla og ljúka hringferlinum í fuglunum sem ormar. Í nýrri rannsókn dr. Karls Skírnissonar, dýrafræðings á Keldum, og starfsfólks Náttúrustofu Norðausturlands kom í ljós að sýktum vatnabobbum í Botnsvatni hefur fjölgað mjög mikið frá því í fyrra. "Svo mikið er af lirfum fuglablóðagða í Botnsvatni að þær geta valdið hundruðum bóla og útbrota á mannslíkama," segir Karl. Ónæmiskerfi mannslíkamans ræðst á lirfurnar í húðinni og útbrotin og ofsakláðinn eru einkenni þess að líkaminn sé að skila frá sér dauðum lirfum. "Að minnsta kosti fimm tegundir fuglablóðagða eru þekktar hér á landi en við vitum ekki hvaða tegundir eru í Botnsvatni. Nasablóðagðan er hættulegust en sýnt hefur verið fram á í tilraunum að hún getur lifað í spendýrum þar sem hún fer eftir taugakerfinu og getur valdið þar skaða," segir Karl. Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, segir að nokkrir einstaklingar hafi smitast af sundmannakláða í Botnsvatni í sumar, þrátt fyrir varnaðarorð þar um. "Að minnsta kosti einn þurfti að leita sér læknisaðstoðar en í fyrra fóru margir út í Botnsvatn og þá skipti fjöldi sýktra tugum," segir Þorkell. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Á undanförnum tveimur árum hafa tugir Íslendinga sýkst af sundmannakláða af völdum fuglablóðagða eftir að hafa baðað sig eða vaðið berum fótum út í Botnsvatn ofan Húsavíkur. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot og ofsakláði en rannsóknir gefa tilefni til að ætla að ein tegund fuglablóðagða, nasablóðagða, geti einnig valdið skemmdum á taugakerfi spenndýra, þar á meðal manna. Heilbrigðisyfirvöld á Húsavík settu upp skilti við Botnsvatn í fyrra þar sem fólk var varað við að fara út í vatnið en ekki tóku allir varnaðarorðin alvarlega og sumir þurftu að leita læknisaðstoðar. Fuglablóðögður á fullorðinsstigi finnast sem snýkjudýr, ormar, í fuglum og berast með þeim í vötn og tjarnir. Ormarnir sleppa eggjum í vatnið og úr þeim skríða lirfur sem bora sig inn í vatnabobba þar sem fjöldi lirfanna margfaldast með kynlausri æxlun. Síðla sumars fara lirfurnar úr vatnabobbunum og synda í leit að sundfitum fugla og ljúka hringferlinum í fuglunum sem ormar. Í nýrri rannsókn dr. Karls Skírnissonar, dýrafræðings á Keldum, og starfsfólks Náttúrustofu Norðausturlands kom í ljós að sýktum vatnabobbum í Botnsvatni hefur fjölgað mjög mikið frá því í fyrra. "Svo mikið er af lirfum fuglablóðagða í Botnsvatni að þær geta valdið hundruðum bóla og útbrota á mannslíkama," segir Karl. Ónæmiskerfi mannslíkamans ræðst á lirfurnar í húðinni og útbrotin og ofsakláðinn eru einkenni þess að líkaminn sé að skila frá sér dauðum lirfum. "Að minnsta kosti fimm tegundir fuglablóðagða eru þekktar hér á landi en við vitum ekki hvaða tegundir eru í Botnsvatni. Nasablóðagðan er hættulegust en sýnt hefur verið fram á í tilraunum að hún getur lifað í spendýrum þar sem hún fer eftir taugakerfinu og getur valdið þar skaða," segir Karl. Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, segir að nokkrir einstaklingar hafi smitast af sundmannakláða í Botnsvatni í sumar, þrátt fyrir varnaðarorð þar um. "Að minnsta kosti einn þurfti að leita sér læknisaðstoðar en í fyrra fóru margir út í Botnsvatn og þá skipti fjöldi sýktra tugum," segir Þorkell.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira