Innlent

Austurhöfn velur á milli bjóðenda

Bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í septemberlok verði búið að gera upp á milli bjóðenda um gerð Tónlistarrhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakkanum í Reykjavík. "Og þá getum við sýnt lausnirnar í október," segir Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, einkafyrirtækis ríkis og borgar sem undirbýr bygginguna. Hóparnir sem valið er á milli eru Portus group og Fasteign, en þeir kynntu tillögur sínar fyrir Austurhöfn í gær og fyrradag. Ríki og borg hafa skuldbundið sig til að leggja rúmar 600 milljónir króna í verkið árlega næstu 35 árin, en ríkið borgar 54 prósent og borgin 46 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×