Innlent

Þarf að auka fræðslu

Veita þarf betri fræðslu um hvernig staðið er að upplýsingaöflun frá læknum og sjúkrastofnunum um heilsufar þeirra sem sækja um líf- og sjúkdómatryggingar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar eftir úttekt sem unnin var vegna nýrra laga um vátryggingarsamninga sem taka gildi 1.janúar. Samkvæmt lögunum þurfa þeir sem óska eftir slíkum tryggingum að veita skriflegt upplýst samþykki fyrir því að tryggingafélög leiti eftir frekari upplýsingum um heilsufar þeirra hjá læknum og sjúkrastofnunum. Það er álit Persónuverndar að í slíku samþykku skuli koma skýrt fram hvaða upplýsinga má afla, frá hverjum og í hvaða tilgangi. Þegar óskað er eftir líf- eða sjúkdómatryggingu í dag, þarf að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að læknum, sjúkrahúsum og öðrum sem hafa upplýsingar um heilsufar þess sem vill vátryggingu er gefin heimild til að veita tryggingafélaginu eða trúnaðarlækni þess allar heilsufarsupplýsinga. Ekki er tekið fram um neinar hömlur á slíkri upplýsingagjöf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×