Innlent

Milljón til rannsókna

Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna. "Unnusta mín lést í febrúar af völdum þessa sjúkdóms," segir Bergþór. "Mér fannst þetta svo sérstakt, þar sem þessi sjúkdómur finnst einungis hér á landi. Því ákvað ég og fjölskylda hennar að vinna að þessu verkefni." Bergþór segir tónleikana hafa verið stórkostlega, og ekki hafi verið síðra að allir gáfu sína vinnu og framlög til tónleikanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×