Gustar um Glaðheima 23. ágúst 2005 00:01 "Áhuginn fór fram úr björtustu vonum," segir Guðbjartur Ingibergsson verktaki, sem er í forsvari fyrir hóp sem gert hefur tilboð í hesthúsin í Glaðheimum á Gustssvæðinu í Kópavogi. Að sögn hans hafa tíu prósent eigendanna nú þegar skrifað undir, álíka margir séu að því komnir að skrifa undir og verið sé að ræða við um 15 prósent til viðbótar sem vilji ganga til samninga. Glaðheimar eru gegnt Smáralindinni í Kópavogi og hafa verið þar síðan 1968. Kópavogur hefur verið að byggjast í kringum svæðið síðustu áratugi og margir verktakar hafa áhuga á svæðinu undir byggingar. Guðbjartur segir engar framkvæmdir muni hefjast á næstunni. Allir sem skrifi undir fái húsin til afnota endurgjaldslaust í tvö ár. Mikil andstaða kom fram við tilboðið á fundi félagsmanna á mánudagskvöldið. "Við teljum þetta vera aðför að starfandi íþróttafélagi í Kópavogi," segir Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gusts. "Slíkt er alvarlegt mál. Ég veit ekki um neinn sem skrifað undir bindandi kauptilboð." Guðbjartur segir enga spurningu hvort það verður byggt þarna, heldur hvenær. Hann fullyrðir að flestir hestamenn geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki framtíðarsvæði þeirra. Því mótmælir Þóra alfarið. "Ég spyr á móti: Við hvaða hestamenn er hann að tala?". Hún segir um 200 félagsmenn hafa mætt á fundinn og enginn þeirra hafi virst þessarar skoðunar. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi segir það koma á óvart ef svo margir hafi skrifað undir. Kópavogsbær á landið en leigir hestamannafélaginu Gusti það, og á félagið forkaupsrétt í hesthús félagsmanna á lóðunum.Hann ítrekar að bærinn hafi leigt Gusti þetta svæði fram til ársins 2038. "Þessir verktakar geta ekki byggt eitt né neitt nema Kópavogsbær breyti deiliskipulaginu og við ætlum okkur ekki að gera það." Að sögn Guðbjarts mun stjórn Gusts fá að sjá þá samninga sem gerðir hafa verið á næstu dögum vegna forkaupsréttarins. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
"Áhuginn fór fram úr björtustu vonum," segir Guðbjartur Ingibergsson verktaki, sem er í forsvari fyrir hóp sem gert hefur tilboð í hesthúsin í Glaðheimum á Gustssvæðinu í Kópavogi. Að sögn hans hafa tíu prósent eigendanna nú þegar skrifað undir, álíka margir séu að því komnir að skrifa undir og verið sé að ræða við um 15 prósent til viðbótar sem vilji ganga til samninga. Glaðheimar eru gegnt Smáralindinni í Kópavogi og hafa verið þar síðan 1968. Kópavogur hefur verið að byggjast í kringum svæðið síðustu áratugi og margir verktakar hafa áhuga á svæðinu undir byggingar. Guðbjartur segir engar framkvæmdir muni hefjast á næstunni. Allir sem skrifi undir fái húsin til afnota endurgjaldslaust í tvö ár. Mikil andstaða kom fram við tilboðið á fundi félagsmanna á mánudagskvöldið. "Við teljum þetta vera aðför að starfandi íþróttafélagi í Kópavogi," segir Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gusts. "Slíkt er alvarlegt mál. Ég veit ekki um neinn sem skrifað undir bindandi kauptilboð." Guðbjartur segir enga spurningu hvort það verður byggt þarna, heldur hvenær. Hann fullyrðir að flestir hestamenn geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki framtíðarsvæði þeirra. Því mótmælir Þóra alfarið. "Ég spyr á móti: Við hvaða hestamenn er hann að tala?". Hún segir um 200 félagsmenn hafa mætt á fundinn og enginn þeirra hafi virst þessarar skoðunar. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi segir það koma á óvart ef svo margir hafi skrifað undir. Kópavogsbær á landið en leigir hestamannafélaginu Gusti það, og á félagið forkaupsrétt í hesthús félagsmanna á lóðunum.Hann ítrekar að bærinn hafi leigt Gusti þetta svæði fram til ársins 2038. "Þessir verktakar geta ekki byggt eitt né neitt nema Kópavogsbær breyti deiliskipulaginu og við ætlum okkur ekki að gera það." Að sögn Guðbjarts mun stjórn Gusts fá að sjá þá samninga sem gerðir hafa verið á næstu dögum vegna forkaupsréttarins.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira