Hjarðmennska úti á miðjum firði 23. ágúst 2005 00:01 "Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu og þannig hændur að þeim svæðum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. "Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, allsstaðar annarsstaðar hefur þorskurinn étið alla innfjarðarrækjuna," segir Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og verkefnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapokum og eru þrjú til fjögur hundruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á. Einnig er tæplega sex kílómetra löng lína með loðnu hangandi á í litlum pokum lögð yfir þveran fjörðinn svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæði fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjum. Tvö markmið eru með þessari rannsókn því fyrir utan það að halda þorskinum frá rækjunni vilja rannsakendur sjá hvort hægt sé að mynda einskonar þorskahjarðir og enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk. Þegar honum yrði svo komið í ákjósanlega stærð og holdarfar yrði hann svo veiddur. Þar sem hann er afar gjæfur í þessum hjörðum er vandinn hægur að moka honum upp. "Nú þegar er þorskurinn farinn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er á sjó," segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækjustofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlaðan árangur. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
"Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu og þannig hændur að þeim svæðum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. "Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, allsstaðar annarsstaðar hefur þorskurinn étið alla innfjarðarrækjuna," segir Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og verkefnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapokum og eru þrjú til fjögur hundruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á. Einnig er tæplega sex kílómetra löng lína með loðnu hangandi á í litlum pokum lögð yfir þveran fjörðinn svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæði fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjum. Tvö markmið eru með þessari rannsókn því fyrir utan það að halda þorskinum frá rækjunni vilja rannsakendur sjá hvort hægt sé að mynda einskonar þorskahjarðir og enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk. Þegar honum yrði svo komið í ákjósanlega stærð og holdarfar yrði hann svo veiddur. Þar sem hann er afar gjæfur í þessum hjörðum er vandinn hægur að moka honum upp. "Nú þegar er þorskurinn farinn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er á sjó," segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækjustofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlaðan árangur.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira