Innlent

Vill auka viðskipti við Ísland

Síðari dagur opinberrar heimsóknar Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst með fundi með Halldóri Ásgrímssyni í Ráðherrabústaðnum. Á fundinum var rætt um samskipti ríkjanna og voru þeir sammála um að auka enn frekar viðskipti á milli landanna. Þá ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Áður en Halldór bauð Klaus til hádegisverðar á Þingvöllum fór forseti Tékklands að skoða aðstæður að Nesjavöllum. Deginum lauk síðan með skoðunarferð um Gullfoss og Geysi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×