Innlent

Hollenska skútan fundin

Hollenska skútan, sem leitað hefur verið síðan á laugardag fannst um 160 sjómílur suðvestur af Reykjanesi í morgun. Viðamikil leit hefur staðið yfir að skútunni frá því að eitt neyðarkall barst frá bauju skútunnar þar sem hún var stödd suður af Grænlandi, en skútan hafði misst neyðarbaujuna. Landhelgisgæslan og Vaktstöð siglinga óskuðu eftir aðstoð við leitina og leitaði meðal annars Nimrod vél breska hersins að skútunni. Það var danska varðskipið Vædderen sem fann skútuna í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×