Innlent

Fjárhundarnir slógu í gegn

Landbúnaðarsýningin í Svaðastaðahöll í Skagafirði tókst frábærlega, að sögn Ingimars Ingimarssonar umsjónarmanns hennar. "Sýningagestir hafa líklega verið um 1.500 yfir helgina ef allt er talið og veðrið lék við okkur," segir hann. Mikið var um dýrðir og vöktu kúasýning og hrútasýning mikla athygli gesta en Ingimar segir að þó hafi fjárhundasýning Svans Guðmundssonar frá Dalsminni sennilega slegið öllum ref fyrir rass en hún vakti gríðarlega athygli. "Þetta tókst svo gríðarlega vel að ákveðið var að hafa þetta skagfirska framtak aftur að ári," segir sýningastjórinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×