Innlent

Iða oftast með lægsta verðið

Bókaverslunin Iða við Lækjargötu var oftast með lægsta verðið á námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á miðvikudaginn síðastliðinn. Kannað var verð á tuttugu algengum námsbókum sem notaðar eru við kennslu í framhaldsskólum og fimm orðabókum. Iða reyndist hins vegar oftast vera með hæsta verðið á þeim orðabókum sem kannaðar voru. Aðeins reyndist einnar krónu munur á verði í Iðu og í Bóksölu stúdenta á 11 námsbókum af þeim 15 sem fáanlegar voru í báðum verslunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×