Erlent

Ratvís dúfa

Norsk bréfdúfa villtist á leið sinni á dögunum og lenti óvart í Svíþjóð. Engu að síður sýndi hún óvenjulegar gáfur í viðleitni sinni við að rata. Eigandi dúfunnar, sem býr við Tangerveien, rétt utan við Ósló, hafði farið á bréfdúfumót í Svíþjóð á dögunum og þar slepppti hann dúfunni svo hún gæti sjálf flogið heim. Að sögn Aftenposten villtist hún hins vegar á leiðinni vegna óveðurs Í síðustu viku dúkkaði svo dúfan upp við hús við götuna Tångenvägen í Karlstad í Svíþjóð og linnti ekki látum fyrr en henni hafði verið hleypt þar inn. Svo virðist sem dúfan hafi getað lesið á götuheitið, svo sláandi líkt er það nafninu á götunni sem hún býr sjálf við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×