Móðir berst gegn Íraksstríðinu 18. ágúst 2005 00:01 Barátta sorgmæddrar móður hefur vakið þjóðarathygli í Bandaríkjunum. Cindy Sheehan hefur staðið utan við búgarð Bush forseta svo dögum skiptir til að mótmæla Íraksstríðinu. Stríðið í Írak hefur verið umdeilt nánast frá upphafi en svo virðist sem sorg einnar móður ætli að valda meira uppnámi en flestar mótmælaaðgerðir hingað til. Cindy Sheehan er fjörutíu og átta ára gömul kona frá Vacaville í Kaliforníu. Í fyrra var elsti sonur hennar, Casey, í hernum og við störf í Írak. Hann sneri ekki aftur, og síðan þá hefur Cindy syrgt son sinn - og velt fyrir sér stríði sem hún segir tilgangslaust. Frá því skömmu eftir að Bush Bandaríkjaforseti fór í fríi á búgarði sínum í Texas hefur hún staðið þar skammt frá og mótmælt. Hún vill að hersveitir verði kallaðar heim frá Írak og krefst þess að fá að tala við Bush. Hún vill að Bush svari því af hverju sonur hennar dó og afhverju hann telji son hennar hafa dáið fyrir göfugan málstað. Bush hefur ekki áhuga á fundi en talsmenn Hvíta hússins segja Sheehan hafa hitt Bush áður og lýst skoðunum sínum. Barátta Sheehan hefur kveikt baráttuhug hjá fjölda manns og yfir sextán hundruð samkomur hafa verið haldnar víðsvegar um Bandaríkin henni til stuðnings. Margar þeirra hafa verið skipulagðar af félögum og hópum sem tengjast demókrötum. Allskonar fólk með ólíka hagsmuni notfærir sér kastljósið og fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvort að mótmælin hafi blásið lífi í andstæðinga stríðsins um öll Bandaríkin. Að sama skapi hafa hægri menn sakað Sheehan um föðurlandssvik og að sverta minningu þeirra sem fallið hafa í Írak. Sjálf segir hún ekki ætla að fara burt frá Crawford í Texas fyrr en sumarleyfi forsetans líkur eða hann talar við hana. Erlent Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Barátta sorgmæddrar móður hefur vakið þjóðarathygli í Bandaríkjunum. Cindy Sheehan hefur staðið utan við búgarð Bush forseta svo dögum skiptir til að mótmæla Íraksstríðinu. Stríðið í Írak hefur verið umdeilt nánast frá upphafi en svo virðist sem sorg einnar móður ætli að valda meira uppnámi en flestar mótmælaaðgerðir hingað til. Cindy Sheehan er fjörutíu og átta ára gömul kona frá Vacaville í Kaliforníu. Í fyrra var elsti sonur hennar, Casey, í hernum og við störf í Írak. Hann sneri ekki aftur, og síðan þá hefur Cindy syrgt son sinn - og velt fyrir sér stríði sem hún segir tilgangslaust. Frá því skömmu eftir að Bush Bandaríkjaforseti fór í fríi á búgarði sínum í Texas hefur hún staðið þar skammt frá og mótmælt. Hún vill að hersveitir verði kallaðar heim frá Írak og krefst þess að fá að tala við Bush. Hún vill að Bush svari því af hverju sonur hennar dó og afhverju hann telji son hennar hafa dáið fyrir göfugan málstað. Bush hefur ekki áhuga á fundi en talsmenn Hvíta hússins segja Sheehan hafa hitt Bush áður og lýst skoðunum sínum. Barátta Sheehan hefur kveikt baráttuhug hjá fjölda manns og yfir sextán hundruð samkomur hafa verið haldnar víðsvegar um Bandaríkin henni til stuðnings. Margar þeirra hafa verið skipulagðar af félögum og hópum sem tengjast demókrötum. Allskonar fólk með ólíka hagsmuni notfærir sér kastljósið og fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvort að mótmælin hafi blásið lífi í andstæðinga stríðsins um öll Bandaríkin. Að sama skapi hafa hægri menn sakað Sheehan um föðurlandssvik og að sverta minningu þeirra sem fallið hafa í Írak. Sjálf segir hún ekki ætla að fara burt frá Crawford í Texas fyrr en sumarleyfi forsetans líkur eða hann talar við hana.
Erlent Fréttir Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira