Innlent

Ekki góðar fréttir

"Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem ég byrja fljótlega í skólanum," segir Kolbrún Jónasdóttir, sem á barn á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Boðað hefur verið til foreldrafundar í leikskólanum á föstudag þar sem mannekla verður rædd. Kolbrún segist búast við að þau foreldrarnir skiptist á um að vera heima með son sinn þegar og ef til aðgerða kemur á leikskólanum. Aðrir foreldrar sem Fréttablaðið ræddi við á Sjónarhóli lýstu einnig nokkrum áhyggjum vegna manneklu í leikskólum í Grafarvogi. "Þá er þó gott að eiga ömmur og afa," segir Svandís Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja á leikskólanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×