Innlent

Mótmælendur hyggjast kæra

Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna. Fólkið hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur lögreglu vegna starfsaðferða hennar og ætlar að fara fram á það við ríkislögreglustjóra að opinber rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu gegn þeim. Í fréttatilkynningu frá mótmælendunum segir að lögreglan hafi lagt hendur á þau sem voru heima í nótt og niðurlægt þau. Í yfirlýsingu þeirra segir orðrétt: "Sum okkar hafa mátt þola handtökur fyrir engar sakir af óeinkennisklæddum lögregluþjónum og verið færð í fangageymslur lögreglunnar þar sem við höfum mátt þola nauðungarvist án þess að fá vott eða þurrt. Með þessu hefur íslenska lögreglan með valdhroka sínum margbrotið grunvallarmannréttindi okkar svo sem réttin til friðhelgi heimilis og einkalífs. Lögð verður fram kæra til Ríkissaksóknara þar sem farið verður fram á að aðgerðir lögreglunnar sæti opinberri rannsókn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×