Innlent

Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti

MYND/KK
Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. Í þriðja sæti kemur svo frystitogarinn Akureyrin EA með aflaverðmæti fyrir um 850 milljónir króna. Í hópi ísfisktogara var Þórunn Sveinsdóttir VE með mest aflaverðmæti eða um 570 milljónir króna og í flokki báta var Tjaldur SH með mest aflaverðmæti eða 412 milljónir króna, en frá þessu er greint í Fiskifréttum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×