Berst fyrir fatlaða og íþróttir 16. ágúst 2005 00:01 "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
"Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira