Innlent

Framleiðsla minnkar milli ára

Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Neytendur þurfa þó eigi að örvænta því þetta á ekki að hafa áhrif á framboð mjólkurvara til íslenskra neytenda. Reiknað er með að markaðurinn kalli eftir enn meiri mjólkurframleiðslu á næsta ári þrátt fyrir að kúm og kúabúum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×