Innlent

Taka undir áskorun FÍB

Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Hafa samtökin sent Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, bréf þess efnis en hann hefur áður sagt að hækkanirnar gefi ekki tilefni til að stjórnvöld grípi í taumanna. Félagar í FÍB hafa hafið undirskriftasöfnun af þessu tilefni en ráðherra hefur ekki svarað tveimur bréfum þeirra enn sem komið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×